Simon Tisdall skrifar í Guardian um síðbúna göngu George W. Bush Bandaríkjaforseta sem stafkarls til Sameinuðu þjóðanna að sníkja fé og fólk til að koma lagi á Írak. Tisdall telur, að hvorugt verði auðfengið, því að framferði forsetans gagnvart bandamönnum sé geymt, en ekki gleymt. Sum ríki muni veita aðstoð gegn háu gjaldi, en önnur fara sér hægt, sérstaklega þau, sem eiga eitthvað undir sér, svo sem Frakkland og Þýzkaland. Ráðagerðir um að selja olíu frá Írak til að standa undir hernáminu séu farnar út um þúfur, því að það muni kosta stórfé að koma olíuvinnslunni í gagn að nýju. Írak sé og verði áfram bandarískur höfuðverkur.