Höfuðhögg ráðherrans

Punktar

Utanríkisráðherra virtist hafa fengið höfuðhögg í sjónvarpinu í gær. Þá lá ekki lengur á að drífa viðræðuslit við Evrópu gegnum alþingi. Til greina kom að leggja viðræðurnar bara á ís. Svo lagði hann fram nýja Evrópustefnu. Hún gerir ráð fyrir, að ráðherrar þiggi öll boð sambandsins. Og verði duglegri við að láta þýða reglugerðir þess. Ekkert er að marka sinnaskiptin frekar en aðrar yfirlýsingar Framsóknar. Einhver hefur skipað honum að elska friðinn. Svo kvótagreifar geti áfram haft tekjur í evrum og útgjöld í krónum. Sá hinn sami hefur til áréttingar slegið Gunnar Braga Sveinsson á holan hausinn.