Framsókn hefur fengið höfuðhögg út af eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindum hafsins. Frammari er formaður stjórnarskrárnefndar, sem hefur árum saman ekki fengið botn í málið. Meira máli skiptir þó, að ríkisstjórn Framsóknar og Íhalds er fyrir löngu búin að gefa útgerðarmönnum auðlindir hafsins. Útgerðin er svo búin að selja þær auðjöfrum og eyða gróðanum. Einhvern tíma verður samfélagið að taka þessar auðlindir eignarnámi. En varla er það tillaga Framsóknar, sem nýlega gaf sjálf kvótann Halldóri Ásgrímssyni og félögum hans í stétt útvegsmanna.
