Höfuðborg veitingahúsa

Ferðir, Veitingar

Í París er haugur veitingahúsa, sem eru betri en nokkurt á Íslandi. Verðið er því miður rosalegt, 30.000-50.000 krónur á mann á þriggja stjörnu stað. Skynsamlegt er að heimsækja slík í hádeginu, sum hafa ódýrari hádegisseðil. Á glæsilegum Grand Véfour er þá til dæmis þriggja rétta tilboð á 16.000 krónur, á Taillevent á 15.000 krónur og á Tour d’Argent á 13.000 krónur. Allt staðir í hjarta Parísar. Jafngóðan mat má fá á ýmsum litlum bistros í hjarta borgarinnar, til dæmis 2.700 krónur þríréttað á P’tit Trouquet. Fjöldi slíkra er í Michelin, merktir með Michelin-broskarl í stað stjarna.