Höftin kosta glás

Punktar

Höft eru ekki eðlilegt ástand og þau kosta glás, þótt það sjáist ekki vel. Þau fæla erlend fyrirtæki frá að koma hingað með rekstur. Við þurfum þau til að veita innlendum okrurum samkeppni, til dæmis í bönkum, tryggingum og olíu. Höft draga úr líkum á, að vel menntað fólk fái starf við sitt hæfi. Hvetja það til að setjast að erlendis. Erfitt er að spara innan hafta, því fjárfestingarkostir eru fáir og lélegir. Lífeyrissjóðir eiga til dæmis erfitt. Við eigum að þekkja höft frá fyrri tíð. Þau fela í sér handstýringu að ofan. Pólitíkusar eiga ekki auðvelt með að handstýra rétt. Til slíks eru þeir of heimskir og spilltir.