Hóflaus fyrirgreiðsla

Punktar

Fyrirgreiðsla ríkisins í þágu kirkjunnar gengur of langt. Opt-out á að víkja fyrir Opt-in. Skráning barna í trúfélag kirkjunnar má ekki vera sjálfvirk. Frumkvæði á að koma frá hinum trúaða. Bara formlega séð nýtur kirkjan aðildar meirihluta þjóðarinnar. En bara lítill hluti hennar sækir kirkju ótilneyddur. Staða kirkjunnar er sama og greifanna, forgangur í úreltu teboðskerfi ríkisins, sem hossar forréttindahópum. Er ekki samkvæmt stjórnarskránni, heldur samkvæmt öfgatúlkun stjórnarskrárinnar. Eins og raunar öll túlkun gerir, nema hófs sé gætt. Heilsa og velferð almennings á að fara framfyrir kirkjuna í forgangi.