Risin er vísindadeila um, hvort beinafundur á eyjunni Flores við Indónesíu sýni, að til skamms tíma hafi lifað sérstakt mannkyn smávaxið og nokkuð loðið, eins konar Hobbitar, svo sem 125 sm á hæðina. Ástralskir vísindamenn, sem fundu beinin, halda því fram, en sumir aðrir fræðimenn telja, að einungis hafi verið um að ræða erfðabreytta einstaklinga, en ekki samfélag hobbita. Grein um þetta efni birtist fyrst í Nature, en hefur síðan ómað í fjölmiðlum erlendis. Meira að segja hefur verið spáð í, að hobbitar séu enn á lífi langt inni í frumskóginum á Flores og á öðrum eyjum Indónesíu.
