Hnekkt okri á reiki

Punktar

Þýzka ríkisstjórnin hefur ráðist gegn okri símafyrirtækja á símtölum í farsíma milli landa. Þessi reikisímtöl kosta símafyrirtækin 10-12 sent á mínútu, en eru seld almenningi á 3-12 evrur. Þjóðverjar vilja, að Evrópusambandið setji reglu um 49 senta gjald á mínútu fyrir að hringja og 25 senta gjald fyrir að taka við símtali. Tillagan er komin fyrir Evrópuþingið og fer á þriðjudaginn í umræðu í iðnaðarnefnd þess. Gert er ráð fyrir, að hún komi til kasta þingsins í apríl og verði framkvæmd í júlí. Þetta verður frækilegur sigur neytenda gegn einokunarfyrirtækjum símans. Sjá IHT.