Hinn gullslegna og indæla signora á Hubertus býður okkur að venju hnallþórur með rjóma og sultu í morgunverð. Það held ég sé skynsamlegri tími fyrir veizlur en kvöldköffin heima á Íslandi, sem halda fyrir mér vöku um nætur. Betra er að nota kolvetnin í brekkurnar yfir daginn. Signoran er ekki eins tæknivædd og hún er öflug í tertunum, svo að ég verð að arka upp skafla á barinn á Arnica, þar sem ég næ þráðlausu sambandi við tölvuna. Svo þarf að velja kvöldmatarstað. Hér er ekki Tyrol, heldur ekta Langbarðaland. Gott risotto jafngildir sáluhjálp.
