Hlustum á verkin

Punktar

Þýðingarlaust er að fylgjast með pólitík strax eftir kosningar. Verkin tala, ekki orðin. Verkin koma í ljós á löngum tíma. Að lokum getum við til dæmis áttað okkur á, hvort ríkisstjórnin fylgir stóriðjustefnu Framsóknar eða Samfylkingar. Orð, sem fallið hafa, segja okkur ekkert um það. Fágætt er, að menn tali hreint út um hlutina eins og Jóhanna Sigurðardóttir gerði um Íbúðalánasjóð og Össur Skarphéðinsson um Þjórsárver. Slíkt ber að þakka. En að öðru leyti er flest það loðið, sem ráðherrar segja þessa dagana. Við skulum heldur bíða og sjá, hvað þeir munu gera og munu ekki gera.