Langalangafi minn, Kristján ríki, átti sjö börn með sex konum. Af þessum sjö hafa tvö skilað sér til nútímans. Faðir hans, Jón bólginn, átti ellefu börn og þar af á aðeins Kristján afkomendur í nútímanum. Afinn var Jón á Balaskarði, sem átti sex börn, þar af eitt, sem hefur skilað sér til okkar daga. Langafinn var svo Jón harði-bóndi, sem átti ellefu börn og þar af aðeins eitt, sem á afkomendur í nútímanum. Þannig var ævi forfeðra okkar og formæðra. Þau hlóðu niður tíu börnum, þar af lifðu tvö. Annað þeirra varð fullorðið og gat af sér afkomendur. Lífið var erfitt fyrir tvöhundruð árum.
