Hæstiréttur hefur dæmt ógildan brottrekstur yfirlæknis á Landspítalanum. Í stað þess að hlíta dómnum, lýsir spítalinn yfir, að hann muni hunza hann. Ákvörðun framkvæmdastjórnar styður stjórn spítalans og jafnvel ríkisstjórn. Einstefnan kallar á skaðabótamál, sem spítali og ríki munu tapa. Þessir aðilar átta sig ekki á hlutverki laga í ríkinu og gera bara það, sem þeim finnst þægilegt fyrir sig. Þeir eru hvorki færir um að stjórna spítalanum né hafa eftirlit með stjórn hans. Ekki á að vera hægt að gefa skít í landslög í vestrænu ríki.
