Hlíðarvegur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Kerlingarskarði til Hjaltatanga við Hlíðarvatn

Leiðin er stundum kennd við Kerlingarskarð, sem er vestasta skarðið af Grindarskörðum og það eina, sem er hestfært. Gömul þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Þegar upp skarðið kemur eru fleiri leiðir en sú, sem hér er lýst, niður að öðrum bæjum í Selvogi. Þegar þessi leið var farin úr Selvogi til Reykjavíkur, var það kallað að fara suður, þótt raunar sé leiðin í hánorður. Til baka var kallað að fara austur í Selvog.

Byrjum á Selvogsgötu suðaustan Kerlingarskarðs og sunnan við Litla-Kóngsfell. Við förum suður milli Vesturása og Austurása og förum síðan suðsuðaustur að fjallsbrúninni, þar sem við förum niður um Hlíðarskarð að Hjaltatanga við Hlíðarvatn.

9,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Selvogsgata, Stakkavík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins