Hlíðarfjall

Frá Skarði um Hlíðarfjall að Laxárdal í Gnúpverjahreppi, að mestu utan jeppaslóða.

Förum frá Skarði norðaustur með Skarðsfjalli og norður fyrir það austur að Háholti. Svo til norðausturs utan í Háholtsfjalli vestanverðu að Hlíð. Þaðan norður að Stóru-Laxá og síðan norðnorðaustur meðfram Stóru-Laxá og undir Hlíðarfjalli og um Leirdal norður í Laxárdal.

15,8 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Laxárdalsvað, Kaldbaksvað.
Nálægar leiðir: Stóra-Laxá, Stóru-Laxárvað, Þjórsárholt, Fossnes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort