Hlegið að Hæstarétti

Fjölmiðlun

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í fjórgang sparkað í Hæstarétt fyrir vonda dóma, sem stríða gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Erla Hlynsdóttir blaðamaður var í þrígang dæmd í Hæstarétti fyrir meiðyrði. Í þrígang hefur Strassbourg hrundið þeim dómum. Íslenzka ríkið verður að borga skaðabætur fyrir framgöngu Hæstaréttar. Sama niðurstaða og í fjórða málinu, sem Björk Eiðdóttir blaðamaður höfðaði gegn ríkinu. Hæstiréttur er orðinn þjóðinni til skammar á alþjóðlegum vettvangi. Hatur aftan úr öldum á meintum meiðyrðum getur ekki gengið lengur. Tími er til kominn, að Hæstiréttur átti sig á, að hann er ekki einn í heiminum.