Framsókn var óheppin að láta Halldór Ásgrímsson, Valgerði Sverrisdóttur og Siv Friðleifsdóttir leiða sig úr grænum flokki í svartan stóriðjuflokk. Í stað þess að losna úr öngstrætinu, heldur flokkurinn dauðahaldi í nítjándu aldar stefnu stóriðju og færibanda. Meðan aðrar þjóðir losa sig við álver og heilsa nýrri stefnu, þekkingariðnaði 21. aldar. Allir geta lent á villigötum. Þeir þurfa samt ekki að æða áfram og hrista allt fylgi af sér til vinstri grænna. Framsókn virðist ekki vera sjálfrátt. Hún virðist staðráðin í að hlaupa fyrir björg. Kannski mun formaðurinn kalla það þjóðarsátt.
