Héraðsdómur hefur sýknað útlending, sem fannst með þýfið í bíl sömu nótt og innbrotin voru framin í Reykjavík og á Selfossi. Maðurinn sást líka á eftirlitsmyndum á innbrotsstað. Á sér hafði hann uppdrátt af staðnum. Hann neitaði hins vegar öllu, sagðist til dæmis aldrei hafa komið til Selfoss. Neitaði meira að segja að gefa upp heimilisfang. Því virðist löggan ekki hafa vitað, hver maðurinn var, og ekki getað leitað heima hjá honum. Það eru tröllheimskar löggur, sem klúðra svona einföldu dómsmáli. Maðurinn er auðvitað enn að hlæja. Að vísu án herfangsins.
