Hjaltadalsheiði

Frá Hólum í Hjaltadal til efstu bæja í Svarfaðardal.

Þetta er mjög há heiði, nær upp í 1020 metra, öldum saman vel vörðuð og fjölfarin almannaleið. Hennar er nokkrum sinnum getið í Sturlungu, einkum í tengslum við ferðir Guðmundar biskups góða. Löngu síðar var þetta ort um heiðina: “Hjaltadals er heiðin níð, / hlaðin með ótal lýti. / Fjandinn hefur í fyrri tíð / flutt sig þaðan í Víti.”

Förum frá Hólum með bílvegi suður Hjaltadal að Reykjum og síðan eftir reiðslóð inn í dalbotn, sem skiptist um Tungufjall. Við förum upp botninn austan fjallsins og förum vel varðaða slóð austur með Heiðará. Hún er bröttust neðst, þar sem hún liggur í sveigjum upp Kamb. Og síðan beint á Hjaltadalsheiði, þar sem við komum í 1020 metra hæð. Heiðin er norðan Prestafjalls, en sunnan við það er Afglapaskarð, sem er varhugavert. Slóðin niður heiðina meðfram Hörgá að sunnanverðu er vel vörðuð. Milli Sandárhnjúks að norðanverðu og Ólafarhnjúks að sunnanverðu. Löng leið er úr botni dalsins um Sveig milli Flöguselshnjúks að norðanverðu og Grjótárfjalls að sunnanverðu út að efstu bæjum í Svarfaðardal.

27,2 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Héðinsskarð, Hörgárdalsheiði, Myrkárdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort