Hirðmatreiðsla soldána

Ferðir, Veitingar

Tyrkir mikla fyrir sér hirðmatreiðslu soldánanna sálugu. Eins og Kínverjar lofa matreiðslu mandarína. Samt er ekki nema ein matreiðsla í heiminum, sem þolir samjöfnuð við franska matreiðslu. Það er sú japanska. Í Miklagarði eru rúmlega 10.000 veitingahús nefnd í TripAdvisor. Nóg er þar af góðum stöðum og margir bjóða hirðmatreiðslu ottómana. Mér finnst hún la-la, kryddlegið grænmeti í olíu, innbakstur í vínviðarlaufi, ofnmaukað kjöt í leirpotti, sykurhlaup í eftirrétt. Grillaður matur er þó góður, svo sem lambakjöt, betra en heima. Og hrásalöt geta verið fín. En eftirréttirnir eru dísætir.