Hindranir kosta og menga

Punktar

Skipulagsfólk Reykjavíkur reiknar ekki út kostnað og mengun við að stöðva bíl á umferðarljósum eða aðra hindrun í umferðinni. Það kostar og mengar að hafa bíl í lausagangi og fara síðan aftur upp á ferð. Kostnaðurinn mælist í krónum og tíma. Gera þarf mun á íbúðahverfum með lágan hámarkshraða og umferðaræðum, þar sem umferð á að vera viðstöðulaus. Í kílómetrum er síðari flokkurinn mun lengri en sá fyrri. Þótt hægur akstur sé innan hverfa, á að vera greitt að fara milli hverfa. Að breyta æðum í svonefndar borgargötur er tálsýn, sem styðst ekki við gögn. Umferðaræðar og húsagötur hafa misjafnan tilgang, en sama tilverurétt.