Hin hlýja ríkishönd

Punktar

Einkabransinn hefur brugðizt þjóðinni í smíði fasteigna. Flest hús eru skemmd af alkalí, flötum þökum eða raka. Bransinn lærir ekkert af reynslunni. Ríkisrekin rannsóknastofnun byggingaiðnaðarins lögð niður og gerð að skúffu annars staðar. Yfir okkur eru að hellast tætingsleg hús, byggð án fagmanna af þrælum frá Austur-Evrópu. Þessi tætingur er síðan seldur á uppsprengdu verði og notaður sem viðbót við hótelmarkaðinn. Rétt er að bregðast við og þjóðnýta íslenzkan byggingaiðnað. Byggja glás af einingasmíðuðum blokkum með lyftum og stórum dyrum, svo fatlaðir geti búið þar, þótt námsfólk hafi efni á því. Hér þarf hina hlýju hönd ríkisins.