Himneskt Lónkot

Ferðir, Veitingar

Norður við yzta haf er eitt bezta veitingahús landsins. Lónkot rétt norðan við Hofsós býður nýfranska matreiðslu, jafnvel franskan kokk. Salat og magnað krydd úr haga og túni. Við hjónin fengum tættan Fljótasilung og léttsteiktan lunda í forrétt, ljúfan þorsk og meyrt lambafillet í aðal. Lambið var himneskt kryddað. Að lokum pannacotta búðing með brenndri sykurskán. Stórbrotið útsýni til eyja og höfða Skagafjarðar. 10.000 á mann og vel þess virði. Gistingin var fátækari. Lítil, án baðs, en tandurhrein herbergi á 27.000 krónur, voru of dýr. Bezt er að borða bara hér og halda síðan áfram stuttan veg til gistingar á Siglufirði.