Hið Íslenzka Þjóðvarðlið

Punktar

Slysist Sigmundur Davíð til að lesa fréttir af fylgi Framsóknar í könnunum, sér hann tölur á borð við 8,5% og 8,6%. Hann þarf því að grípa til örþrifaráða. Útlendingahatur er efst á blaði, hefur fleytt æstum þjóðrembuflokkum í stjórnir Noregs, Finnlands og Danmerkur. Leið til viðbótar er eina hugmyndin, sem Guðni „bakviðeldavélina“ fékk á sínum ráðherraferli. Ráð er fyrir Sigmund að stofna Hið Íslenzka Þjóðvarðlið. Yrði skipað hestvönu fólki í ofurskrautlegum búningum á baki vel hirtra hesta. Sigmundur mundi hanna búningana. Varðliðið yrði notað við þjóðrembdar hræsnishátíðir, á dýrðarfundum SDG og BB í Hörpu og til að ganga fram af erlendum tignargestum.