Heylækur

Frá Mallandi á Skaga um Heylæk að Aravatnsleið.

Ísbirna með tvo húna gekk á land á Skaga árið 2008. Einn björninn hafðist við um skeið í Mallandsskarði, en var skotinn af byssuglöðum eftirlitsaðilum, þegar hann hugðist synda út á sjó.

Byrjum á þjóðvegi 745 við Malland á Skaga. Förum vestsuðvestur eftir jeppaslóð um Heylæk og norðan Selvatns. Síðan til vestnorðvesturs fyrir norðan Rangártjarnir og næst vestsuðvestur að Aravatnsleið milli Hrauns á Skaga og Ketubrunaleiðar milli Keldulands í Húnaþingi og Ketu á Skaga.

6,6 km
Húnavatnssýslur, Skagafjörður

Jeppafært

Nálægar leiðir: Ketubruni, Aravatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort