Hestskarð vestra

Frá Hestdal í Önundarfirði að Seljalandi í Álftafirði.

Rani liggur frá Þverfelli niður í Hestskarð. Hlið hans niður í Hestdal er mjög brött og heitir Manntapabrekkur. Þeir, sem að norðan koma, þurfa að gæta sín að fara ekki of langt til hægri og of hátt í ranann.

Byrjum í Hestdal í Önundarfirði. Förum fram dalinn, vestan við Hest og um djúpt Hestskarð í 720 metra hæð fyrir botni dalsins, austan við Þverfell. Síðan niður Seljalandsdal að Seljalandi.

13,9 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Þóruskarð, Álftafjarðarheiði, Lambadalsskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort