Hestskarð eystra

Frá botni Siglufjarðar um Hestskarð til Héðinsfjarðarvatns.

Ruddar götur eru í efstu brekkunum beggja vegna skarðsins.

Förum frá Siglufirði austsuðaustur inn í Skútudal og síðan meira til austurs upp í fjallshlíðina. Þar er Hestaskarð í 600 metra hæð. Förum austur um skarðið og síðan austsuðaustur og niður dalinn að Héðinsfjarðarvatni.

5,6 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Siglufjarðarskarð, Sandskarð, Hólsskarð, Fiskihryggur, Efrafjall, Fossabrekkur, Vatnsendaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins