Hestfjall

Frá Kiðjabergi í Grímsnesi til Vatnsness í Grímsnesi.

Stutt og skemmtileg leið um víðáttumikið nes í Hvítá, sem fáir þekkja. Hvítá umlykur nesið á þrjá vegu og af Hestvatni á fjórða veginn. Hestfjall þekkja flestir, sem fara um Suðurland, það er áberandi í landinu. Af tindi þess er sagt vera útsýni til 20 kirkna á Suðurlandi. Við fjallið voru upptök Suðurlandsskjálftanna árið 2000.

Förum frá Kiðjabergi norðaustur upp Hestfjall og síðan austur yfir það að eyðibýlinu Gíslastöðum við Hvítá. Síðan norður með Hvítá, austan við Snoppuna og loks í Vatnsnes.

14,2 km
Árnessýslur

Nálægar leiðir: Bakkagötur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort