Hersh slettir skyrinu

Punktar

Seymour Hersh gæti sætt sig við Henry Kissinger sem forseta Bandaríkjanna. Í viðtali við Spiegel segir þessi frægasti rannsóknablaðamaður heims, að Kissinger sé útreiknanlegur. Hann ljúgi eins og annað fólk andar. Menn viti, hvað þeir fá. Annað sé með George W. Bush. Hann sé óútreiknanlegur, telji sig vera handbendi guðs á jörðinni. Hirð Bush sé ónæm fyrir andstöðu, jafnvel meirihluta þingsins. Hún fari bara sínu fram, þvert á alla. Hersh segir bandaríska fjölmiðla hafa staðið sig hraksmánarlega. Um blaðið, sem Hersh starfaði lengst við, New York Times, segir hann, að það stinki. Stinki.