Herra Milljón í fangelsi

Ferðir

Sagan staðfestir, að Marco Polo hafði að mestu rétt fyrir sér. Þótt ekki nefndi hann kínverska múrinn í bókinni um ferðina frá Feneyjum til Kína og dvölina þar. Nákvæmni frásagnarinnar nægir til að staðfesta, að hann sá með eigin augum það, sem hann lýsti. Feneyingar voru þó vantrúaðir á furðusögur hans. Kölluðu hann herra Milljón, þegar hann talaði um milljónir. Enn í dag er Milljónargata í Feneyjum, þar sem hann bjó um skeið. Marco Polo var uppi 1254-1324. Ferðasagan um Kína er því að þakka, að hann fór í sjóherinn og var handtekinn af Genúamönnum. Í fangelsinu hafði hann bókina fyrir stafni.