Þótt 70% af tekjum ríkisins af umferðinni komi frá höfuðborgarsvæðinu, renna bara 3% þangað til baka. Veruleg breyting til hins verra. Hvorki þingmenn svæðisins né bæjarfulltrúar hafa lagt sig fram um að fá þetta lagað. Enginn þeirra hefur mótmælt opinberlega. Pólitíkusar höfuðborgarsvæðisins eru gerólíkir starfsbræðrunum á landsbyggðinni. Þar mælist pólitísk velgengni í herfanginu, sem menn ná heim í hérað. Á höfuðborgarsvæðinu láta kjósendur sér vel líka, að pólitíkusar nái engu herfangi. Grafin eru rándýr göng á afskekktustu stöðum, en umferðarteppur látnar viðgangast í Reykjavík.
