Herfang umfram mannasiði

Punktar

Ritstjóri Tímarits lögfræðinga hefur tekið undir langvinna gagnrýni á hegðun slitastjórna bankanna. Þær stunda gráðuga sjálftekt langt umfram mannasiði. Fara hátt yfir gjaldskrár lögfræðinga og semja reikninga fyrir vinnu allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Brotalömin virðist mér vera hjá dómurum, sem skipa slitastjórnir. Þeir eiga að setja ramma um taumlausa græðgi slíkra trúnaðarmanna. Ekki dugir að segja, að útlendir kröfuhafar séu sáttir. Hér í fásinninu eitrar þessi hrikalega sjálftekt hugsunarhátt annarra lögfræðinga. Sem mega ekki við miklum draumórum um herfang að hætti slitastjórna banka.