Herða hengingarólina

Punktar

Fyrir hálfri öld fór ég að skamma samtök og afurðastöðvar bænda fyrir þrælahald. Hvatti til, að bændur yrðu leystir úr hengingarólinni. Viðurkennt, að þeir stunda ekki atvinnuveg, heldur lífsstíl, eins konar félagslegt úrræði. Borga ætti þeim borgaralaun fyrir að vera til, en ekki til að gera neitt. Þeir mættu síðan selja afurðir án styrkja, uppbóta og niðurgreiðslna. Þá fékk ég kveðjuna: Óvinur bænda. Nú eru bændur enn í vanda í gamla kerfinu. Samtök þeirra benda þeim á að hjúfra sig að bönkum og sníkja lán. Samtökin vilja að venju hafa bændur til að fóðra afurðastöðvarnar. Hvetja því þá til að leyfa bönkunum að herða hengingarólina.