Héraðsvötn

Frá Reykjum um Héraðsvötn að Örlygsstöðum.

Héraðsvötn voru á Sturlungaöld riðin á ýmsum stöðum. Nú er einkum farið andspænis Kúskerpi.

Jón Markússon flúði 1234 með syni sínum undan Kolbeini unga Arnórssyni og sundriðu þeir Héraðsvötn. Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi Arnórsson riðu Héraðsvötn 21. ágúst 1238 gegnt Víðivöllum með 1600 manna liði á leið í Örlygsstaðabardaga gegn Sturlu Sighvatssyni og Sighvati Sturlusyni. Gissur og Kolbeinn fóru yfir Héraðsvötn í tveimur stórum kvíslum vestan Sólheima í Akrahreppi. Það hefur verið tilkomumikil og nánast skelfileg sjón fyrir Sturlu og Sighvat að sjá 1600 manna her koma niður Reykjatunguna og yfir vötnin, fjölmennasta her Íslandssögunnar. Enda var viðbúnaður Sturlunga svo fálmkenndur, að gleymdist að losa skildina niður af klökkum og nýttust þeir því ekki í bardaganum. Þar náðu Gissur og Kolbeinn völdum í landinu og Sturlungar hnigu til viðar. Förum frá Reykjum norðnorðaustur um skarðið í Reykjatungu að Héraðsvötnum. Tökum þar stefnu á Ásgarð í Akrahreppi. Þar fyrir ofan laust herjunum saman á Örlygsstöðum, sem nú eru í eyði.

Héraðsvötn eru ekki riðin á þessum stað nú á tímum, heldur sunnar, andspænis Kúskerpi.

4,8 km
Skagafjörður

Ekki fyrir hesta
Ekki fyrir göngufólk
Nálægir ferlar: Mælifellsdalur.
Nálægar leiðir: Kiðaskarð, Vellir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Sturlunga