Héraðsdómur afsiðar

Punktar

Héraðsdómurinn í Aurum-máli Jóns Ásgeirs og félaga gæti bara hafa gerzt á Íslandi. Tilkvaddur meðdómari, Sverrir Ólafsson, sagði öðrum aðaldómaranum frá því, að hann sé bróðir Ólafs Ólafssonar í Samskipum. Sá var dæmdur í líku máli fyrir skömmu, tengslum bankaeiganda við bankann. Guðjón St. Marteinsson taldi ekki ástæðu til að upplýsa hinn dómarann um ætternið, hvað þá Ólaf Þór saksóknara. Þegar Jón Ásgeir hafði verið sýknaður, komust fjölmiðlar í málið. Ekki veit ég, hvort aðild bróðurins er ólögleg, en ósiðleg er hún. Héraðsdómur afsiðar samfélagið. Líklegast er, að dóminum furðulega verði áfrýjað til Hæstaréttar.