Hér vantar örfá pennastrik

Punktar

Við þurfum ríkisstjórn, sem stöðvar eignasöfnun ríkasta hundraðshlutans og dregur úr misskiptingu auðs, þannig að engir búi við neikvæða eign, það er skuldir. Sem notar skattkerfið og kjarasamninga til að skipuleggja þjóðfélag jafnaðar. Færa þarf skattbyrði frá fátækum til ríkra, hækka skattleysismörk og lágmarkslaun, örorku og ellilaun upp í 400.000 krónur á mánuði. Jafnframt þarf að koma upp stóreignaskatti á eignir umfram 250 milljónir króna og hátekjuþrepi umfram 2 milljónir á mánuði. Sömuleiðis þarf að koma upp markaðskerfi í auðlindagreinum með því að bjóða út aðgang að auðlindum á borð við fiskveiðar. Örfá pennastrik.