Útreið Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar í samskiptum við Gordon Brown felur í sér skilyrðislausa uppgjöf. Hún er þyngri á mann en uppgjöf Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni. Skuldir Íslands verða meiri en svo, að hægt sé að standa undir þeim. Þess vegna er skárra að borga þær ekki, jafnvel þótt þá fáist ekki lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Ríkisstjórninni ber að hafna lánum frá Bretlandi og Alþjóða gjaldeyrissjóðum. Lánabyrðar eru of þungar, vextir of háir. Betra er að taka hér upp sjálfsþurftarbúskap og neita að veðsetja börnin okkar fyrir Geir og Davíð. Hér vantar byltingu strax.