Hér ríkir þjóf-ræði

Punktar

Margir eru hræddir við pírata. Að ástæðulausu. Aðalmál þeirra eru þau, sem lúta að opnun leyndar, opnum fundum, opnu ferli, opnum skjölum. Raunar þau atriði, sem breyta spillingu og þjófræði í lýðræði. Píratar eru ekki hægri eða vinstri að öðru leyti en því, að nú er brýnt að bæta stöðu hinna verst settu. Að því leyti eiga píratar samleið með sósíalistum, þegar samtök launþega hafa rækilega svikið þá fátækustu. Í sumum öðrum málum geta píratar átt samleið með Viðreisn, en þau eru bara ekki eins brýn og afnám stéttaskiptingar. Almenningur þarf að átta sig á, að hér virkar lýðræði ekki. Gömlu flokkarnir halda traustan vörð um þjófræðið.