Hér er sáralítið okur

Punktar

Ísland er smávegis í samkeppni við Noreg um ferðamenn. Þetta eru tvö af dýrustu löndum heims. Vita allir, sem hugsa um að koma. Verð á Íslandi er talið vera náttúrulögmál, en ekki okur. Við eigum ekki að keppa við önnur lönd í verðlagi. Hingað kemur hvort sem er bara brot af ferðamannastraumi heimsins, innan við 1%. Flestir eru þeir mjög ánægðir og segja frá því. Efni frá Íslandi er áberandi í erlendu ferðaefni. Frægðarfólk og kvikmyndir hafa gífurleg áhrif. Við þurfum að vísu að hafa góða skipan á verði, en það mun samt ekki hafa mikil áhrif. Ísland er dýrt land og á að vera dýrt. Við eigum að keppa í gæðum, en ekki í verði.