Helvíti í Írak

Punktar

Saddam Hussein gerði margt ljótt í Írak, en landið breyttist ekki í helvíti fyrr en herir Bandaríkjanna og Bretlands komu til skjalanna með stuðningi stríðsfúsrar ríkisstjórnar Íslands. Um 600.000 þúsund manns hafa verið myrt á valdatíma hernámsins. Stríðsmenn heimsveldanna virðast telja sig vera að vinna hug og hjörtu fólks með því að láta drepa það. Þreytt heimsveldin heimta nú, að forseti Íraks friði landið á 18 mánuðum. Eða hvað? Ætla þau ella að flýja eða frelsa afganginn af þjóðinni með því að drepa hann?