Helreiðin á fullu

Punktar

Efinn vegna helreiðar bófaflokkanna er meiri hjá Framsókn en Sjálfstæðis. Sumir oddvitar Framsóknar í kjördæmi Sigmundar Davíðs eru honum fráhverfir og vilja hann út úr pólitík. Minna er um efa í stóra bófaflokknum, þótt Unnur Brá vilji þingrof og kosningar. Afsögn Sigmundar Davíðs friðaði suma af þeim, sem áður var nóg boðið. Um helgina sést, hvort krafturinn hjaðnar í mótmælum. Bjarni Ben rífur kjaft á þingi í skjóli þess, að flokkur hans riðlaðist ekki. Hann hyggst svíkja vilyrði um haustkosningar. Flokksmenn fatta ekki siðrof bófanna. Svo er að vita, hvort fylgið bilar, þegar sagt verður frá földu þýfi flokkseigendanna.