Hellisheiði

Frá Kolviðarhóli um gamla Kambaveginn til Hveragerðis.

Þetta er gamla leiðin beint yfir Hellisheiði, með klappaðri slóð í hrauninu undan skeifunum. Um Kambana sagði Björn Pálsson, forstöðumaður Héraðsskjalasafnsins á Selfossi, að þar sé vegaminjasafn þjóðarinnar, sýnishorn af vegum og troðningum frá fyrstu dögum Íslandsbyggðar.

Á Kolviðarhóli var byggt sæluhús árið 1844 og síðan gistihús fyrir ferðamenn. Árið 1938 keypti Íþróttafélag Reykjavíkur svo Kolviðarhól af Valgerði Þórðardóttur. Eftir það var þarna skíðaskáli fram yfir seinna stríð.

Förum frá Kolviðarhóli suðaustur Hellisskarð/Yxnaskarð og síðan beina línu austsuðaustur á gömlu Kambabrún. Síðan niður gömlu Kambaleiðina að Hveragerði.

7,0 km
Árnessýsla

Skálar:
Hellukofi: N64 01.780 W21 20.678.

Nálægar leiðir: Hengladalaá, Ölkelduháls, Ölfusvatnsá, Þrengsli, Lágaskarð, Álftavatnsvað, Reykjadalur, Klóarvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort