Hellar verði friðaðir

Punktar

Samráðsnefnd um verndun hella leggur til, að hellar verði friðaðir á þrennan hátt. Sumum verði beinlínis lokað, sumir gerðir að sýningarhellum og sumir hafðir opnir sem ferðamannahellar. Mér virðist þetta skynsamleg sátt milli umgengni og friðunar. Yfir okkur vofir margföldun ferðamanna, er leiðir til álags, sem þarf að mæta á skipulegan hátt. Neyðaraðgerðir að undangengnum skemmdum eru síður fýsilegar. Betra er að mæta vanda fljótt og skipulega. Við eigum að hafa lært af Þingvöllum og Geysi. Gullfoss er dæmi um betri tök á vanda. Ríkið þarf að leggja fram fé og hafa öll tök á málum af þessu tagi.