Heimurinn er eitt þorp

Punktar

Sumir velta fyrir sér vistun á bloggi sínu og annarra. Hvort þessi eða hinn sé að hætta á Eyjunni og hvort Moggabloggið sé að fjara út. Fara í nýja vist eða fylgjast bara með bloggi í sínu bloggghéraði. “Hér á Moggablogginu” les ég stundum. Þankar um blogg heima í héraði eru skondnir. Hef aldrei fundið fyrir þessu, hef alltaf verið einn á báti með mitt blogg. Bloggþræðir finna það samt. Blogghéruð skipta ekki lengur máli. Þræðir eins og blogg.gattin.is tína upp allt blogg, sem þú vilt sjá, hvort sem það er vistað á Mogganum, Eyjunni eða annars staðar á hnettinum. Allur heimurinn er bara eitt þorp.