Heimtum stríðsskaðabætur

Punktar

Ríkisstjórninni ber strax að leggja fram skaðabótakröfu á hendur brezku ríkisstjórninni. Vegna skaða banka, annarra fyrirtækja og einstaklinga af völdum brezku hryðjuverkalaganna. Upphæð kröfunnar má vera tíu sinnum hærri en krafa brezku ríkisstjórnarinnar á hendur okkur vegna IceSave. Þrjátíu milljarðar sterlingspunda. Jafnframt þarf ríkisstjórnin að segja Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, að ekki komi til greina, að Ísland borgi Bretum krónu. Þótt Ísland borgi skaða af völdum IceSave í öðrum löndum, gildi það ekki um ríkið, sem misbeitti hryðjuverkalögum gegn okkur. Það er bara óvinaríki.