Heimsveldin í Adenflóa

Punktar

Í fyrsta skipti í rúmar fimm aldir hafa kínversk herskip verið send til fjarlægra hafa. Þau eru komin í Aden-flóa, þar sem þau verja kínversk skip fyrir sjóræningjum frá Sómalíu. Þar eru fyrir herskip frá Bandaríkjunum, Indlandi, Rússlandi, Íran og Evrópusambandinu. Sá listi segir okkur nokkuð um, hverjir telji sig vera heimsveldi akkúrat núna. Sjóræningjarnir eru harðskeyttir, hafa ráðist á 110 skip á árinu og tekið 42 þeirra. Sameinaðar gerðir sex heimsvelda ættu að duga til að fást við eitt minnsta ríki múslima í heiminum. Nú þegar hafa þýzkt og indverskt herskip hleypt af skoti.