Heimskt andlit hrokans

Punktar

Karl Garðarsson er allt í einu orðinn andlit hroka og heimsku stjórnvalda. Út um þúfur fór misheppnuð tilraun hans til að hlæja að mótmælendum. Hún sýndi firrtan þingmann, sem fattar ekki, hvers vegna fjöldi fólks varð ofsareiður. Sýndi innanbúðarmann í gluggalausum turni, þar sem heimskir þingmenn dansa af hrifningu kringum siðblindan forsætisráðherra. Er sagðist strax ná peningum af svokölluðum hrægömmum, en tekur löngu síðar skiptimynt af skattgreiðendum. Er stýrir ríkisstjórn, sem eingöngu hugsar um hagsmuni hinna ríkustu. Og sem gefur með hroka og dólgshætti skít í alþýðu manna. Vankaður Karl varð andlit hrokans.