Heimsins mesta aðgerð

Punktar

Mat Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á þingsályktun um nefndaskipun: “Um er að ræða tillögu sem, þegar hún nær fram að ganga, felur í sér umfangsmestu aðgerðir sem gerðar hafa verið fyrir skuldsett heimili líklegast nokkurs staðar í heiminum frá því að fjármálakrísa reið yfir árið 2007.” Stofnun nefnda á Íslandi hefur aldrei verið talin nein aðgerð. Miklu frekar er hún tilraun til að losna við mál út af borðinu. Að kalla skipun nefnda heimsins mestu aðgerð er svo langt út á túni, að mér verður orða vant. Er forsætis raunverulega svona sannfærður um, að kjósendur hans slefi yfir öllu rugli?