Heimsins höfuðprýði

Ferðir

Þegar ég skrifaði leiðsögubækur fyrir ferðamenn í erlendum stórborgum, setti ég neðri mörkin við einnar viku borgir. Það voru borgir á borð við Kaupmannahöfn og Amsterdam, sem hægt var að kynnast á viku. Ofar komu tveggja vikna borgir, sem mátti kynnast á tveimur vikum, London og New York. Aðeins ein borg taldist mér þriggja vikna borg. Magnaðasta túristaborg heimsins er auðvitað París. Þvermál miðjunnar er fimm kílómetrar. Hlaðnir glæsibrautum og minnisvörðum ýmissa tíma í borgarsögunni. Gat rölt um þessa miðborg á þremur vikum með því að búa á 20 hótelum hér og þar. París er svo sannarlega heimsins höfuðprýði.