Ódýrasta og einfaldasta leiðin til að lækka matarverð á Íslandi er að afnema tolla á mat eins og tollar hafa verið afnumdir á öðrum vörum. Það er einfaldari leið en að lækka vask af mat umfram aðrar vörur. Fyrri aðferðin eykur samræmi, en sú síðari eykur misræmi. Það er ekki heldur nóg að lækka matarverð um tíu prósent, þegar munurinn á Íslandi og Evrópu er sextíu prósent. Þótt kjósendur séu óvenjulega vitlausir hér á landi, er ekki sanngjarnt að láta þá vinna meira en kjósendur nokkurs annars lands til að eiga fyrir dýrasta mat í heimi.
