Heimsblöðin eru gölluð

Fjölmiðlun

Heimsblöðin eru fimm, enska The Guardian, spænska El País, franska Le Monde, þýzka Der Spiegel og ameríska The New York Times. Aðrir fjölmiðlar skipta engu. Þetta eru blöðin, sem þú þarft að fylgjast með. Öll eru þau samt stórgölluð yfirstéttarblöð með nánum tengslum við bankstera og auðgreifa. Frásagnir af WikiLeaks og Julian Assange eru yfirleitt brenglaðar í þágu hins yfirþyrmandi valds leyniþjónustanna. Litlar og lélegar eru frásagnir þeirra af fyrirhuguðum leynisamningi um réttarstöðu auðgreifa sem ígildi þjóðríkja. Ísland er aðili að þeim glæpasamningi. Alvörufréttir finnurðu helzt í andspyrnupressu á vefnum.